Lýsing
Haustullin er frekar mikil en hún er rúin af fénu á haustin þegar það er tekið á hús. Ullin skiptist í þel og tog þar sem þelið er stutt og fíngert en togið er lengra og grófara. Haustullin hentar vel til spuna og í annað handverk.
Snoð er ull sem rúin er af fénu í mars þegar það hefur verið inni allan veturinn. Snoðið er fíngert og stutt blanda af þeli og togi. Það hentar einstaklega vel sem tróð eða í þæfingu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.