Við ætlum að hefja innflutning á þvottaefni sem vinnur vel með íslensku ullinni. Þetta undraefni heitir því skemmtilega nafni Unicorn Clean og er flutt inn frá USA.
Maður trúir því sem skrifað er um svona hluti á netinu mátulega, en við í Ullarverinu vorum svo heppnar að fá sendar prufur af þessu undra þvottaefni til að prófa sjálfar. Vægast sagt var árangurinn mjög góður og þess vegna verður gaman að geta boðið uppá Unicorn Clean þvottaefna línuna í vefverslun okkar.
Línan inniheldur 6 vörur það eru Unicorn Fibre vörurnar, þvottaefni, mýkingarefni og djúphreinsiefni með lavendar ilm. Síðan eru það Beyond Clean eða Unicorn Baby vörurnar sem eru án ilmefna.
Það er hægt að lesa nánar um Unicorn vörurnar hér