Ullarverið er núna í fullum undirbúningi en þið getið fylgst með ferlinu á Facebook síðu Ullarversins og einnig á Instagram síðunni.
Tilraunir með þvott á snoði standa yfir og fyrirhuguð er ferð til Cornwall í Englandi til að skoða svipaða aðstöðu.
Spennandi vetur framundan þar sem haldið verður áfram að þróa Ullarverið og þróa þau ferli sem þarf til að sinna þjónustu við viðskiptavini á sem bestan máta.