Skilmálar og skilaréttur

You are here:

skilaréttur og skilmálar

Verð og skattar

Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Ullarverið áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni. Allar vörur Ullarversins eru í viðeigandi virðisaukaskatts þrepi.

Umboðssala í verslun

Ullarverið býður handverksfólki að selja íslenskt handverk tengt ull og ullarvörum, í verslun sinni að Borgarási. Álagning Ullarversins er 20% ofan á verð frá söluaðila. Söluaðilar þurfa sjálfir að innheimta vöruverðið með því að skrifa reikning fyrir virði vörunnar á Ullarverið, reikningurinn er ekki greiddur fyrr en varan hefur verið seld.
Söluaðilar sjá alfarið um greiðslu á VSK en beri vörurnar ekki VSK á reikning frá söluaðila mun leggjast auka 24% ofan á verð vörunnar út úr verslun.

Greiðslumáti

Í vefverslun Ullarversins er hægt að greiða fyrir vörur með almennum kortum, og greiðsluseðli í banka.

Kortaviðskipti fara fram í gengum greiðslugátt Mypos. Færsla á reikning birtist sem Ullarver

Innheimtuaðili fyrir hönd Ullarversins er:
Elín Jóna Traustadóttir
Tungufell 1a | 846 Flúðir
Kennitala: 1207715669

Sending og ábyrgð

Ullarverið ber almennt enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ullarverinu og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Afhendingartími getur verið mismunandi þar sem vörur eru ekki alltaf til á lager. Leitast er við að afhendingartími sé ekki lengri en vika.

Trúnaður

Ullarverið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila, nema þar sem að lög geri ráð fyrir.
Sjá nánar í Persónuverndarstefnu.

Endurgreiðslur og vöruskil

Skilafrestur á vörum er 14 dagar samkvæmt lögum.
Vörur eru aðeins endurgreiddar ef auðsjáanleg mistök hafa átt sér stað við afhendingu eða ef varan er sjáanlega gölluð.