Nú er viðburðaríku ári hjá okkur Margréti að ljúka, Ullarverið var formlega stofnað 20. nóvember 2024 og tíu dögum síðar eða þann 30. nóvember opnuðum við verslunina að Borgarási. Við erum að taka inn nýjar vörur í byrjun árs og bæta þannig úrvalið sem verður hægt að bjóða uppá.

Einnig er verið að vinna í að safna fræðsluefni sem hægt verður að koma á framfæri við gesti verslunarinnar í sjónrænu formi.

Vefsíðan er alltaf að taka á sig betri mynd, nú er búið að þýða síðuna yfir á ensku að mestu leyti og vinna í kynningarmálum er á fullu. Rétt fyrir jólin var hægt að kaupa gjafabréf á heimasíðunni sem hægt er að nota bæði í verslun og vefverslun.

Áfram heldur vinnan við að afla tækja í ullarvinnsluna og er það alveg á loka metrunum. Einnig er verið að vinna í aðstöðunni sem verður hægt að bjóða uppá til námskeiðahalds og á nýju ári munum við auglýsa námskeið í spuna og litun.

Það verður vonandi áhugavert að fylgjast með þróun Ullarversins á nýju ári 2025 og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fleiri pistlar