Eitt af markmiðum Ullarversins er að miðla upplýsingum, ef þið viljið fylgjast með uppbyggingu Ullarversins þá endilega fylgið okkur á Facebook eða Instagram.
Einnig væri gaman að heyra frá ykkur áhugasömum hvaða þjónustu og námskeið þið mynduð vilja sækja í Ullarverið. Markmið Ullarversins eru ennþá í þróun en hægt er að lesa um þau hér Um Ullarverið – Ullarverið.
Námskeið í vinnslu ullar og allskonar nýtingu ullar gætu verið eitt af verkefnum Ullarversins. Þá væri gaman að fá einstaklinga sem hafa helgað sig vinnslu á íslensku ullinni til að segja frá sínum verkefnum og jafnvel miðla þekkingu sinni í formi námskeiða.
Nú þegar líður á haustið fer að verða hægt að huga að verkefnum vetrarins. Í Ullarverinu er góð aðstaða til alls kyns námskeiðahalds og samverustunda.