Við stöllur í Ullarverinu fórum til Cornwall í Bretlandi dagana 4. – 6. september og til að heimsækja ullarverksmiðju líka því sem við erum að vinna að því að stofna. The Natural Fibre Company er staðsett i Launceston í Cornwall og þar geta bændur komið með sína eigin ull til vinnslu. Hægt er að fá ullina unna eftir óskum t.d. í lyppu, kembu eða garn. Fyrirtækið Blacker Yarns er í eigu The Natural Fibre Company og selur það garn sem verksmiðjan vinnur úr þeirri ull sem þau kaupa inn.
Það var bæði lærdómsríkt og gjöfult að fá að heimsækja þessa ullarverksmiðju. Við fengum heiðarleg svör við öllum þeim spurningum sem við höfðum og þarna náðum við einnig viðskiptasamböndum sem við vonum að verði farsæl. Fullt af hugmyndum fæddust og aðrar voru slegnar út af borðinu. Góð ráð og dæmi um það sem þeim hafði mistekist var mjög gott að fá í vegarnesti. Fyrst ætluðum við bara að fara annan daginn og nota hinn daginn til að skoða annað í nágrenninu en eftir fyrri daginn vöknuðu svo margar spurningar að við fórum aftur og fengum þá nánari útskýringar á ýmsu sem við vorum að velta fyrir okkur.
Í held þá var þetta mjög lærdómsrík ferð og við vonumst til að geta verið áfram í einhversskonar samstarfi við The Natural Fibre Company í framtíðinni.