Heim

You are here:

Ullarverið

Ullarverið er verslun, ullarvinnsla, vinnsutofa og aðstaða til námskeiðahalds. Ullarverið þjónar einstaklingum og litlum fyrirtækjum um grunnvinnslu ullar.

Í Ullarverinu er hægt að versla fjölbreyttar ullarvörur og finna fróðleik um íslensku sauðkindina og afurðir hennar. 

Það verður hægt að sjá hvernig við breytum óhreinni ull í nýtilega afurð og læra hvernig hægt er að breyta ull í gull.

Verslun og varningur!

Ullarverið rekur verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í Borgarási rétt við Flúðir í Hrunamannahreppi.
Þar er hægt að kaupa ullarvörur, garn og unna ull.

Ullarverið er einnig með umboðssölu fyrir handverk úr héraði.

Þar má finna íslenskar lopapeysur, vettlinga og húfur.
Mikið úrval af alls konar smávöru þar með talið undra ullarsápuna okkar.

  • íslenskar lopapeysur
  • ull til þæfingar
  • mikið úrval af garni og lopa
  • áhöld til ullarvinnslu og prjónaskapar

Vefverslunin er alltaf opin!

Opnunartími verslunar:

mánudaga til föstudaga frá kl 13-17

laugardaga frá kl 11-16

sunnudaga lokað

Lokað á hátíðisdögum yfir jól, áramót og páska.

Vöruflokkar

Vörur í verslun

  • WYS - Signature Sparkle

    WYS – Signature Sparkle

    1.590 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • addi hringprjónar RED LACE

    addi hringprjónar RED LACE

    1.400 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Beyond Soft - Mýkingarefni

    Beyond Soft – Mýkingarefni

    1.690 kr.3.790 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Gjóska frá Svartsengi

    Gjóska frá Svartsengi

    5.740 kr. Setja í körfu
  • Beyond Clean - Djúphreinsiefni

    Beyond Clean – Djúphreinsiefni

    1.890 kr.4.190 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Beyond Fibre Wash - Þvottaefni

    Beyond Fibre Wash – Þvottaefni

    1.790 kr.3.990 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Westcountry Tweed Aran

    Westcountry Tweed Aran

    3.200 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Blacker Yarns - Bam-boozle

    Blacker Yarns – Bam-boozle

    2.200 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Blacker Swan DK

    Blacker Swan DK

    1.670 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Hringprjónar

    Hringprjónar

    990 kr. Veldu kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hugsjónin

Við leggjum áherslu á fræðslu og upplýsingagjöf um mikilvægi sjálfbærni í ullarvinnslu. Með því að deila þekkingu og starfsaðferðum mun Ullarverið fræða viðskiptavini og samfélagið um mikilvægi sjálfbærar framleiðslu og hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til umhverfisverndar.

Ullarvinnsla með nýju móti & persónuleg þjónusta

Leitast er við að veita persónulega þjónustu og uppfylla óskir viðskiptavinanna á sem bestan máta.

Ullarverið leggur áherslu á rekjanleika ullarinnar og að viðskiptavinur fái sína ull unna og afhenta.

Fræðsla og vinnustofur tileinkaðar ull og ullarvinnslu verða í boði í Ullarverinu.

Ullin

Leitast er við að vinna í samstarfi við bændur um að auka verðmæti ullarinnar.

Litlar einingar

Ullarverið mun sérhæfa sig í að vinna litlar einingar. Einstaklingar munu geta komið með eigin ull til vinnslu og fengið hana til baka í því formi sem óskað er eftir. Ullin er þvegin, tætt og sett í lyppu eða kembu.

Náttúrulegt

Öll vinnsla á ullinni er á sem náttúrulegastan máta. Einungis eru notuð niðurbrjótanleg hreinsiefni til að þvo ullina og hreint íslenskt vatn.

Vinnustofur

Fræðsla

Námskeið verða auglýst í ullarvinnslu fyrir einstaklinga og hópa. Upplagt fyrir vinahópa, saumaklúbba og fróðleiksfúsa að koma á námskeið og vinna saman verkefni og fræðast í leiðinni.

Vörusala

Í verslun Ullarversins verður hægt að kaupa vörur frá Ullarverinu ásamt því að vörur frá handverksfólki í nágrenninu verða til sölu í umboðssölu.

Fréttaveitan

Styrkur

Ullarverið hefur hlotið styrk frá SASS í gegnum Sóknaráætlun Suðurlands. Ullarverið hlaut styrk í vorúthlutun 2024 og í haustúthlutun 2024. Styrkurinn veitti okkur byr undir báða vængi við undirbúning Ullarversins. Með styrkveitingunni varð möguleiki á að hrinda þessari hugmynd um Ullarverið í framkvæmd.